Með góðum mat í frábærum félagsskap er fátt betra en að gæða sér á framúrskarandi rauðvíni eða hvítvíni.
Vinos færir þér margverðlaunuð, kraftmikil og bragðgóð vín frá hinu virta fjölskyldufyrirtæki á Spáni, Bodegas Marqués de Arviza.
El Tractor Vendimia Seleccionada er flaggskipsvín Marqués de Arviza. Það fangar á glæsilegan hátt kjarna landsvæðis þeirra. Rauðvín sem er mjög svipmikið og mjúkt í bragði. Frábært vín með langvarandi áferð þar sem hægt er að upplifa vanillu, balsamik, rauða ávexti og ristaðan keim. – 6 ára rauðvín!
Hérað: Rioja – Spánn
Tegund víns: Aldrað rauðvín
Þrúga: 75% Tempranillo, 25% Graciano
í gegnum marga ættliði frá árinu 1874
Bodegas Marqués de Arviza er hefðbundið fjölskylduvíngerð og það næst elsta sem framleiðir vín í La Rioja. Aðstaða þess er frá árinu 1874 og er byggð yfir meira en 500 metra af upprunalegu „calados“ XVI og XVII öldinni (neðanjarðar kjallara) sem gefa vínunum mikil gæði og fágun sem hvert um sig hefur mikinn og sterkan persónuleika.
Bodegas Marqués de Arviza eru staðráðin í að bjóða upp á framúrskarandi vín með mikinn persónuleika, reyna að endurspegla landið sem þau koma frá og greina möguleikana sem hver framleiðsla og hvert afbrigði hafa upp á að bjóða til að þróa hvern vínstíl.
Tvíþætt val er á þrúgum sem fara fram á flokkunarborðum sem eru annars vegar í víngerðinni og hins vegar á víngarðinum. Þrúgurnar eru síðan pressaðar í steyptum kerjum sem eru frá árinu 1874 sem fullkomlega halda ákjósanlegu hitastigi fyrir allt áfengis- og malólaktíska gerjunar ferlið.
hugsjón, metnaður og vandvirkni
kjör aðstæður fyrir betri þrúgur
Vínekrur Bodegas Marquéz de Arviza eru að mestu staðsettar í bænum Clavijo. Vínekrurnar eru í um 600m hæða að meðaltali og njóta því sérstaks meginlands örloftslags sem er samsett af Miðjarðarhafs loftslagi og loftslagi Atlantshafsins.
Þetta ýtir undir þroska þrúgana og er ívilnandi fyrir frekari vinnsluferli. Bodegas Marqués de Arviza eiga 45 hektara alls, staðsettir á yndislegu svæði sem hjálpar til við vöxt þrúgunnar. Elstu vínekrurnar eru notaðar til að búa til þeirra bestu og fínustu vín.
Af virðingu við eiganda tölvupóstfangsins þarf að staðfesta skráninguna á póstlistann Sopinn.
Skoðaðu innhólfið í tölvupóstinum þínum og staðfestu skráninguna á póstlistann. ATH! Í sumum tilfellum ratar staðfestingarpósturinn í spam hólfið.
Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies). Með því að halda áfram samþykkir þú notkun þeirra.
Nánar hér.
Þú færð áhugaverð og skemmtileg skilaboð til þín. Jafnframt látum við þig vita af tilboðum og nýjum vörum á VINOS.