Search
Close this search box.
Leita
Netverslun

Hvers vegna rauðvín og klakar er elskað af vínunnendum

Hefur þú tekið eftir því að í vínheiminum eru óteljandi umræður, hefðir og reglur sem áhugafólk og fræðingar fara eftir. Eitt slíkt umdeilt efni er rauðvín og klakar. Fyrir margt harðkjarna vínáhugafólk er tilhugsunin um að setja klaka út í gott rauðvín hrein helgispjöll.
Rauðvín og klakar

Hins vegar færist þetta í vöxt hjá fjölda vínunnendum til þess að auka fjölbreytni vínupplifunarinnar. Í þessari færslu skoðum við hvers vegna sumir nota ísmola í rauðvínið sitt. Er þetta kannski hin fullkomna leið til að njóta uppáhaldsflöskunnar á heitum sumardegi eða til þess að auka frískleika rauðvínsins?

Hitastig léttvína er mikilvægt – Engin tilviljun

Áður en rauðvín og klakar fella hugi saman hjá þér er mikilvægt að skilja mikilvægi hitastigs léttvína fyrir einkenni þeirra. Rauðvín og hvítvín er best að neyta við tiltekið hitastig sem undirstrikar einstakan keim þeirra, ilm og karakter.

Ákjósanlegt er að rauðvín sé borið fram við 15-18 gráður. Við þetta hitastig er bragð- og ilmur vínsins í fullkomnu samræmi. Fjölbreytileiki vínsins fær að skína og tannínið er tampt sem leiðir af sér mýkri og notalegri upplifun.

Hins vegar getur verið krefjandi að viðhalda kjörhitastigi, sérstaklega í heitu loftslagi eða á brakandi góðum sumarmánuðum. Þetta er þar sem hugmyndin um að nota klaka í rauðvín kemur við sögu.

Tilefni fyrir kælt rauðvín

Það er eitt sem flest okkar getum verið sammála um. Sötra af rauðvíni sem er við stofuhita (oftast mjög heitt inni á heimilum á Íslandi) eða á heitum sumardegi er ekkert sérstaklega frískandi. Hitinn getur einnig valdið því að vínið missir ljómann sinn, verður þyngra og minna ánægjulegt. Það er hér sem klakar eða kæling kemur til bjargar.

 • Klakar eru frábær leið til að lækka hitastig vínsins fljótt og tryggja að það haldist ferskt og létt, jafnvel þegar það er funheitt úti (kannski meira nær miðbaug). Þetta getur verið sérstaklega gagnlegt þegar þú ert að drekka vín utandyra eða í lautarferð.
 • Rauðvín og klakar er ljómandi góð leið við kælingu og kemur með alveg nýja vídd í vínánægjuna. Kælingin getur gert rauðvínsglas miklu meira frískandi og því kjörinn valmöguleiki fyrir margrómað og afslappað sumarkvöld.
 • Sum léttvín, sérstaklega ljósari rauðvín, eins og t.d. El Coche, njóta ef til vill meira góðs af smá kælingu. Það eykur ávaxtakeiminn og lyftir upp karakter þeirra sem gera þau ánægjulegri á heitum degi.
 • Tilraunir með mismunandi framreiðsluhitastig getur verið gaman að gera og lærdómsríkt ferðalag í leiðinni. Prófaðu að kæla rauðvínið þitt með klökum eða með því að setja flöskuna í kælir (20-30 mín) og uppgötvaðu nýjar víddir fyrir uppáhalds vínin.

Rauðvín og klakar – Hvernig á að bæta klökum við rauðvín?

Af því að þú ert deyja úr spenningi að prófa kælt rauðvín eru hérna nokkur atriði til að hafa í huga. Engin brjáluð vísindi:

 • Byrjaðu á rauðvíni (Vina María Luisa) sem hentar til kælingar. Eins og áður segir henta ljósari rauðvín mjög vel og eru kjörin til að byrja á. Forðastu þung, tannín rík rauðvín þar sem það er alveg möguleiki að þau njóti ekki eins góðs af kuldanum. Sakar þó ekki að prófa sig áfram.
 • Við þurfum líklegast ekki að koma með þennan punkt fyrir vatnið á Íslandi. Ef þú ert hins vegar erlendis or gott að hafa í huga að vera með hreinsað eða síað vatn í klökunum. Það er til þess að forðast óhreinindi sem geta haft áhrif á bragð vínsins.
 • Ef þú vilt ekki nota klaka er gott að setja vínið í kæli í um 20-30 mínútur áður en það er borið fram. Þetta mun hjálpa þér að halda æskilegu hitastigi lengur.
 • Settu nokkra ísmola (2-3 eftir stærð) í vínglasið þitt. Mulinn ís er einnig hægt að nota en varlega samt því þú vilt kæla vínið ekki þynna það um of. Ekki tapa þér með klakana, prófaðu þig áfram.
 • Komdu varlega af stað hreyfingu á vínið í glasinu til að hitastigið dreifist jafnt. Síðan skaltu fá þér sopa og njóta hressandi upplifunar.

Umræðan – Hvað segja gagnrýnendur?

Auðvitað eru ekki allir á því að kæla rauðvín með ísmolum. Þeir sem eru fastheldnir halda því fram að það geti þynnt vínið (gerist auðvitað að einhverju marki), umbreytt bragðinu og eyðilagt margbreytileika þess. Þeir telja að rauðvín eigi að njóta sín við fyrirhugað hitastig, 15-18 gráður, til að kalla fram að fullu blæbrigði þess.

Hins vegar er mikilvægt að muna að hægt er að njóta léttvína á mismunandi hátt og er mjög persónubundið. Það sem skiptir mestu máli er þín eigin ánægja. Sum rauðvín, sérstaklega þau sem eru í léttari kantinum geta notið góðs af smá kælingu. Hvers vegna ekki að prófa og ákveða sjálf/ur?

Hvenær á og hvenær ekki?

Þó að kæling rauðvíns með klökum geti verið hressandi og áhugavert, hentar það ekki fyrir öll léttvín eða hvert tilefni. Hér eru nokkrar leiðbeiningar til að hjálpa þér að ákveða hvenær á að kæla og hvenær ekki:

Kældu rauðvínið þitt þegar:

 • Það er sérstaklega heitur dagur eða stofuhiti er hár
 • Þú ert að bera fram léttara rauðvín
 • Þú vilt kanna nýjar bragðvíddir
 • Þú ert í skapi fyrir hressandi tilbreytingu á uppáhalds rauðvíninu.

Forðastu að kæla þegar:

 • Þú átt aldrað, fyllt og þétt rauðvín
 • Þú ert í vínsmökkun
 • Vínið hefur viðkvæman og fíngerðan ilm sem gæti orðið fyrir neikvæðum áhrifum af kælingunni
 • Þú vilt upplifa allan karakter vínsins.

Að lokum

Heimur vínsins er stór, fjölbreyttur og í sífelldri þróun sem er svo skemmtilegt. Það eru ótal leiðir til að njóta léttvína, rauðvín og klakar er aðeins ein af þeim. Með kælingunni kemur hressandi frískleiki á hefðbundinni upplifun sem getur verið kærkomið.

Ekki óttast að stíga ögn út fyrir kassann næst þegar þú ert sötra á rauðvínsglasi. Gerðu tilraunir með því að bæta klökum í glasið þitt eða mismunandi kælingu. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst léttvín um ánægjulega upplifun og persónulegt val. Það er engin röng eða rétt leið til að njóta þess. Skál fyrir kældu rauðvíni og þeim yndislegu augnablikum sem það getur skapað.

Rauðvín og klakar fyrir mig takk!

Skráning móttekin!

Af virðingu við eiganda tölvupóstfangsins þarf að staðfesta skráninguna á póstlistann Sopinn.

Skoðaðu innhólfið í tölvupóstinum þínum og staðfestu skráninguna á póstlistann. ATH! Í sumum tilfellum ratar staðfestingarpósturinn í spam hólfið.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies). Með því að halda áfram samþykkir þú notkun þeirra.
Nánar hér.

Skráðu þig í sopann

Þú færð áhugaverð og skemmtileg skilaboð til þín. Jafnframt látum við þig vita af tilboðum og nýjum vörum á VINOS.