Lýsing
Vínekrur og uppskera: Uppskeran fer fram þegar fenólskum og tæknilegum þroska er náð, því er dagsetning uppskeru breytileg milli ára. Klasar og vínber eru valin eitt af öðru á vínakrinum. Viðbótarval fer fram í kjallaranum til að tryggja að vínberin, séu í óaðfinnanlegu ástandi.
Vínframleiðsla: Til að fá ríkari lit og ilm er gerð kuldabreyting fyrir gerjun. Þetta ferli á sér stað nokkrum dögum fyrir alcohol gerjunina, sem byrjar mjög hægt, í steyptum kerjum og við mjög lágan hita. Hitinn eykst svo smám saman þar til hitastigið nær 26°C (78,8°F).
Öldrun: 18 mánuðir í frönskum eikartunnum. Vínið er síðan fínstillt í flöskunni í hálft ár.
Áður en Selecction Especial vínið er sett á flöskur fer það í gegnum hreinsunar- og stöðugleikaferli og síðan síunarferli í þeim tilgangangi að varðveita öll einkenni vínsins . Engu að síður, með tímanum, vegna notkunar á mjög viðkvæmri tækni, geta náttúruleg setlög komið fram.
Litur: Djúpur rauður með smá af fjólubláum lit.
Ilmur: Mjög ríkur ilmur, ávaxtakenndir tónar skera sig úr umfram viðartóna. Við skynjum svarta ávexti eins og brómber og plómur ásamt krydduðum tónum sem koma fram við að hafa vínið í eikartunnum, sem veita fágun. Ristaðar nótur birtast líka smám saman.
Bragð: Vínið hefur mikla uppbyggingu og fyllingu. Það er með gott jafnvægi og er sem flauel í munni. Það hefur skemmtilegt og langvarandi eftirbragð.
Áfengisinnihald: 13,5% Vol.
Geymsla: Geymið á myrkum stað, við stöðugan hita sem er ekki hærri en 16°C (61°F) og við 80% raka.
Borðhiti: Milli 16°C og 18°C (61°F – 64°F).
Passar vel með: Kalt og hvítt kjöt, kjúklingur, lambakjöti, pasta og ostum.
Helena Stefánsdóttir (staðfestur kaupandi) –
Án efa eitt besta rauðvín sem ég hef smakkað hingað til. Bragð mikið en jafnframt mjúkt, skilur bragðlaukana eftir dansandi. Virkilega fallegur litur á því. Fær mín meðmæli 100%.