Search
Close this search box.
Leita
Netverslun

Selección Especial

7.990kr.28.764kr.

(1 umsögn viðskiptavinar)

Marqués de Arviza Selección Especial fær nafnið vegna tvöföldunar á valferli sem þrúgurnar fara í gegnum. Ávextirnir koma frá víngörðum með litla framleiðslu sem eru í 620m hæð.

Í gegnum nefið finnst hvað vínið er vel samsett af svörtum ávöxtum og ristuðum tónum sem kynna á fullkominn hátt ríkulegan, glæsilegan og flauelskenndan keim vínsins.

Selección Especial – rauðvín sem spænska konungsfjölskyldan velur

Selección Especial er eitt af fáum vínum á Spáni sem er boðið upp á og samþykkt af spænsku konungsfjölskyldunni og er því með svokallaðan „Royal“ stimpil.

Hérað: Rioja – Spánn
Tegund víns: Rauðvín – þroskað
Þrúga: 100% Tempranillo.

Lýsing

Vínekrur og uppskera: Uppskeran fer fram þegar fenólskum og tæknilegum þroska er náð, því er dagsetning uppskeru breytileg milli ára. Klasar og vínber eru valin eitt af öðru á vínakrinum. Viðbótarval fer fram í kjallaranum til að tryggja að vínberin, séu í óaðfinnanlegu ástandi.

Vínframleiðsla: Til að fá ríkari lit og ilm er gerð kuldabreyting fyrir gerjun. Þetta ferli á sér stað nokkrum dögum fyrir alcohol gerjunina, sem byrjar mjög hægt, í steyptum kerjum og við mjög lágan hita. Hitinn eykst svo smám saman þar til hitastigið nær 26°C (78,8°F).

Öldrun: 18 mánuðir í frönskum eikartunnum. Vínið er síðan fínstillt í flöskunni í hálft ár.

Áður en Selecction Especial vínið er sett á flöskur fer það í gegnum hreinsunar- og stöðugleikaferli og síðan síunarferli í þeim tilgangangi að varðveita öll einkenni vínsins . Engu að síður, með tímanum, vegna notkunar á mjög viðkvæmri tækni, geta náttúruleg setlög komið fram.

Litur: Djúpur rauður með smá af fjólubláum lit.

Ilmur: Mjög ríkur ilmur, ávaxtakenndir tónar skera sig úr umfram viðartóna. Við skynjum svarta ávexti eins og brómber og plómur ásamt krydduðum tónum sem koma fram við að hafa vínið í eikartunnum, sem veita fágun. Ristaðar nótur birtast líka smám saman.

Bragð: Vínið hefur mikla uppbyggingu og fyllingu. Það er með gott jafnvægi og er sem flauel í munni. Það hefur skemmtilegt og langvarandi eftirbragð.

Áfengisinnihald: 13,5% Vol.

Geymsla: Geymið á myrkum stað, við stöðugan hita sem er ekki hærri en 16°C (61°F) og við 80% raka.

Borðhiti: Milli 16°C og 18°C (61°F – 64°F).

Passar vel með: Kalt og hvítt kjöt, kjúklingur, lambakjöti, pasta og ostum.

Frekari upplýsingar

Þyngd 1 kg
Fjöldi

1 flaska, 2 flöskur (20% afsláttur), 4 flöskur (30% afsláttur), 6 flöskur (40% afsláttur)

1 umsögn um Selección Especial

  1. Helena Stefánsdóttir (staðfestur kaupandi)

    Án efa eitt besta rauðvín sem ég hef smakkað hingað til. Bragð mikið en jafnframt mjúkt, skilur bragðlaukana eftir dansandi. Virkilega fallegur litur á því. Fær mín meðmæli 100%.

Einungis innskráðir viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna geta skrifað umsögn.

Skráning móttekin!

Af virðingu við eiganda tölvupóstfangsins þarf að staðfesta skráninguna á póstlistann Sopinn.

Skoðaðu innhólfið í tölvupóstinum þínum og staðfestu skráninguna á póstlistann. ATH! Í sumum tilfellum ratar staðfestingarpósturinn í spam hólfið.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies). Með því að halda áfram samþykkir þú notkun þeirra.
Nánar hér.

Skráðu þig í sopann

Þú færð áhugaverð og skemmtileg skilaboð til þín. Jafnframt látum við þig vita af tilboðum og nýjum vörum á VINOS.