Lýsing
Termón er nútímalegt rauðvín, mjög aðlaðandi í sjón, svipmikið og silkimjúkt í bragði. Frábært vín sem endist með tímanum þér til mikillar ánægju.
Víngarðar og uppskera: Eigin vínekrur (Finca Los Olmos) Rioja Alta. Handvaldir klasar og vínber á vínekrunni og frekara valferli í vínkjallaranum á flokkunarborðum.
Vinframleiðsla: Köld forgerjun í um 48-72 klst sem er fylgt eftir með stýrðri gerjun í steyptum kerum við hitastig sem er á bilinu 28 ºC og 30 ºC (82,4 ºF – 86 ºF). Víninu er svo umhelt tvisvar á dag í átta daga. Eftir það er umhellingum fækkað niður í einu sinni annan hvern dag þar til gerjun er lokið.
Litur: Djúpur og aðlaðandi kirsuberjarauður litur með fjólubláum tónum.
Ilmur: Ákafur ilmur af þroskuðum rauðum og svörtum ávöxtum ásamt blómakeim. Mjólkurilmur í fullkomnu jafnvægi með tónum af undirgróðri, rjóma- og kakókeim. Dæmigert fyrir öldrun vínsins.
Bragð: Djúpt, í jafnvægi og með ríku og mjúku tanníni. Langvarandi eftirbrað af svörtum ávöxtum.
Varðveisla: Termón skal geyma á dimmum stað við jafnt hitastig undir 16 ºC (61 ºF) og við 80% raka.
Framreiðsluhitastig: Á milli 16 ºC og 18 ºC (61 ºF – 64 ºF).
Ráðlögð pörun: Alskonar ostar, salt- og rautt kjöt, kryddpylsur, grænmeti og feitur fiskur.
Áfengisinnihald: 14% Vol.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.