Search
Close this search box.
Leita
Netverslun

Termón

23.390kr.

Þökk sé því sem í Rioja er flokkað sem „framúrskarandi“ uppskera og vandað framleiðsluferli sýnir Termón fjölbreytileikann, svipbrigðin og áreiðanleikann í Graciano afbrigðinu. Það kemur frá 8 hektara víngarði undir nafninu Los Olmos, sem gefur víninu nafnið þar sem Termón er orðið sem notað er í La Rioja til að vísa til lítinn hluta lands.

Þroskað á frönskum eikartunnum.

Hérað: Rioja – Spánn
Tegund víns: Þroskað rauðvín
Öldrun: 4 ár í frönskum eikartunnum með reglulegum færslum á 6 mánaða fresti. Eftir það er vínið látið eldast í 6 ár til viðbótar í flöskunum.
Þrúga: 100% Graciano

 

Á lager

Lýsing

Termón er nútímalegt rauðvín, mjög aðlaðandi í sjón, svipmikið og silkimjúkt í bragði. Frábært vín sem endist með tímanum þér til mikillar ánægju.

Víngarðar og uppskera: Eigin vínekrur (Finca Los Olmos) Rioja Alta. Handvaldir klasar og vínber á vínekrunni og frekara valferli í vínkjallaranum á flokkunarborðum.

Vinframleiðsla: Köld forgerjun í um 48-72 klst sem er fylgt eftir með stýrðri gerjun í steyptum kerum við hitastig sem er á bilinu 28 ºC og 30 ºC (82,4 ºF – 86 ºF). Víninu er svo umhelt tvisvar á dag í átta daga. Eftir það er umhellingum fækkað niður í einu sinni annan hvern dag þar til gerjun er lokið.

Litur: Djúpur og aðlaðandi kirsuberjarauður litur með fjólubláum tónum.

Ilmur: Ákafur ilmur af þroskuðum rauðum og svörtum ávöxtum ásamt blómakeim. Mjólkurilmur í fullkomnu jafnvægi með tónum af undirgróðri, rjóma- og kakókeim. Dæmigert fyrir öldrun vínsins.

Bragð: Djúpt, í jafnvægi og með ríku og mjúku tanníni. Langvarandi eftirbrað af svörtum ávöxtum.

Varðveisla: Termón skal geyma á dimmum stað við jafnt hitastig undir 16 ºC (61 ºF) og við 80% raka.

Framreiðsluhitastig: Á milli 16 ºC og 18 ºC (61 ºF – 64 ºF).

Ráðlögð pörun: Alskonar ostar, salt- og rautt kjöt, kryddpylsur, grænmeti og feitur fiskur.

Áfengisinnihald: 14% Vol.

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,5 kg

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Einungis innskráðir viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna geta skrifað umsögn.

Þér gæti einnig líkað við…

Skráning móttekin!

Af virðingu við eiganda tölvupóstfangsins þarf að staðfesta skráninguna á póstlistann Sopinn.

Skoðaðu innhólfið í tölvupóstinum þínum og staðfestu skráninguna á póstlistann. ATH! Í sumum tilfellum ratar staðfestingarpósturinn í spam hólfið.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies). Með því að halda áfram samþykkir þú notkun þeirra.
Nánar hér.

Skráðu þig í sopann

Þú færð áhugaverð og skemmtileg skilaboð til þín. Jafnframt látum við þig vita af tilboðum og nýjum vörum á VINOS.