Search
Close this search box.
Leita
Netverslun

Vínþrúga númer eitt á Spáni – Tempranillo

Þegar þú smakkar rauðvín skaltu veita nokkrum atriðum sérstaka athygli. Þessi atriði gefa þér góða vísbendingu um að vínþrúga sem notuð er í léttvíninu er af úrvals gæðum. Hér verður farið í stuttu máli yfir Tempranillo sem er vínþrúga númer eitt á Spáni.
Tempranillo vínþrúga á lífrænum vínakri.

Í heimsókn til Mario, vínbóndans sem framleiðir léttvínin hér á VINOS, lærðist margt um víngerðina. Allt frá vínakrinum, það sem fer fram í víngerðinni og þaðan í völundarhús af kjallaragöngum frá 17. öld og eru um 18m undir yfirborði jarðar. Þar fá vínin að þroskast á tunnum við kjör aðstæður, jafnt hita- og rakastig óháð veðri og hitastigi á yfirborðinu.

Vínþrúgan Tempranillo kom nokkuð við sögu í ferðalaginu en þessi þrúga er mjög gömul og harðger tegund. Opinberar heimildir tala um að tegundin sé frá árinu 1807 þó sagan segir hins vegar að tegundin hafi borist upp á Íberíuskagann ( Spánn og Portúgal ) fyrir meira en 3000 árum með Fönikíumönnum.

Vínviðurinn og þrúgurnar

Vínþrúgan er fjórða mest gróðursetta tegund í heimi og er á meðal þeirra níu rauðu þrúga sem flokkast sem eðalþrúgur. Til eru önnur heiti yfir Tempranillo, eins og Tinta Roriz ( Portúgal ) og Aragonéz. Einnig er til mjög sjaldgæft hvítt afbrigði sem heitir Tempranillo Blanco og finnst í Rioja Baja á Spáni. Einstakur vínviður sem farnast mjög vel í loftslaginu á Íberíuskaganum og á alla möguleika á að verða ein af fáum tegundu sem ná að aðlagast hækkandi hitastigi sem er nú þegar farið að segja til sín.

  • Tempranillo plantan er kröftugur og harðgerður vínviður sem hentar vel í heitu og þurru loftslagi. Plantan getur þar að auki þolað miklar hitabreytingar.
  • Nafnið „Tempranillo“ kemur frá spænska orðinu „temprano,“ sem þýðir „snemma,“ sem vísar til þess að þrúgan þroskast fyrr en margar aðrar rauðar vínberjategundir.
  • Tempranillo er oft notað sem blöndunarþrúga í vínum frá Rioja héraðinu á Spáni þar sem henni er venjulega blandað með Garnacha, Mazuelo og Graciano.
  • Laufblöðin á Tempranillo plöntunni eru stór og djúpt flipuð sem hjálpar til við að skýla vínberjunum fyrir sólinni og vernda þau gegn ofþornun.
  • Tempranillo plantan er þekkt fyrir snemmbúið þroskaferli sem venjulega á sér stað um miðjan til lok september á flestum svæðum.

Akrarnir og umhverfið

Þegar gengið var um vínekrurnar með Mario skilur maður vel að Tempranillo vínþrúgan er númer eitt á Spáni og mjög dreifð þar. Vínakrar í Rioja á Spáni njóta sólríks loftslags og eru staðsettir hátt yfir sjávarmáli í dölum nálægt fjöllum sem hentar vínþrúgunni vel.

Vínekrurnar hjá Marquez De Arviza og Ruiz Clavijo, sem færa okkur marg rómuðu rauðvínin á borð við Selecction Especial, El Coche og El Tractor, eru staðsettar að meirihluta í suðurhlíðum og í um 700m h.y.s. Þar er meira um skuggsæla og svala tíma á hverjum degi ásamt því að miðjarðar- og atlantshafs loftslag leikur þar um sem hjálpar mikið til við ræktunina og þroska á þrúgunum án utanaðkomandi aðstoðar sem skilar af sér mun meiri gæðum í berjunum.

Eikartunnur í kjallargöngum.
Víngerðin er að stórum hluta völundarhús af kjallaragöngum frá 17. öld og eru um 18m undir yfirborði jarðar.

Vínin sem koma af þrúgunum

Það kemur þér líklega ekki á óvart en bestu rauðvín Spánar koma frá hinu vel þekkta Rioja héraði þar sem vínin eru flokkuð að hluta eftir því hversu lengi þau eru í eikartunnum. Til gamans má geta er að Mario og hans fólk velja og handtýna þrúgurnar úti á ökrunum og setja í smærri körfur en tíðkast til að berin varðveitist betur.

Eftir það fer svo fram önnur flokkun á þrúgunum sem koma inn í víngerðina til að tryggja að einungis fari ber af bestu gæðum í víngerðina. Það sem fæst með vandaðri framleiðslu á Tempranillo rauðvíni er að þau fá meiri karakter ásamt því eldast mjög vel og fara auðveldlega yfir 20 ára aldur.

Þegar þú ert að smakka Tempranillo rauðvín ættir þú að veita athygli vísbendingum sem gefa til kynna að vínið hafi verið gert úr úrvals vínþrúgu. Tempranillo kemur með nokkur einkenni sem þú getur veitt athygli.

  • Þó að Tempranillo sé  ekki djúprautt að lit þá eru Tempranillo vín af meiri gæðum með djúpan rúbín rauðan blæ og björtum tónum í jaðrinum.
  • Gera má ráð fyrir ríku tanníni og sama á við um sýrustigið sem jafnar út tannínið.
  • Ávaxtabragðið er venjulega ættað úr rauðum ávaxtakeim eins og frá rauðum og svörtum kirsuberjum og hindberjum ásamt fíngerðum tónum af bragðmiklum ávöxtum (þurrkaðir tómatar, rauð paprika o.s.fr.)
  • Tempranillo rauðvín sem eru í meiri gæðum þroskast oft í amerískri eða evrópskri eik að minnsta kosti í 12 mánuði.

Rioja-svæðið í Norður-Mið Spáni býður upp á það sem margir telja vera eitt af viðmiðunarsvæðum heimsins fyrir Tempranillo. Hvers vegna? Það er vegna kjöraðstæðna sem vínekrurnar eru í, gæða berjanna og vínin eldast gríðarlega vel og verða æ betri með árunum. Hér er dæmi um hvernig öldrunin þróar rauðvínin.

  • Við 10 ára aldur þróast þau yfir í fáguð rauðvín með ríkulegum rauðum ávaxtakeim.
  • Við 20 ára aldur mýkjast þau og  verða ögn sætari með hnetukenndum og þurrkuðum ávaxta einkennum.

Bragðtónar rauðvíns úr Tempranillo eru kirsuber, dill, vindlabox, sólþurrkaðir tómatar, vanilla

Heppileg pörun Tempranillo við mat

Öldruð og þétt rauðvín gerð úr Tempranillo falla vel við steikur, sælkera hamborgara og lambalæri. Yngri og ferskari Tempranillo rauðvín eiga vel með pasta og öðrum tómat ættuðum réttum.

Skráning móttekin!

Af virðingu við eiganda tölvupóstfangsins þarf að staðfesta skráninguna á póstlistann Sopinn.

Skoðaðu innhólfið í tölvupóstinum þínum og staðfestu skráninguna á póstlistann. ATH! Í sumum tilfellum ratar staðfestingarpósturinn í spam hólfið.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies). Með því að halda áfram samþykkir þú notkun þeirra.
Nánar hér.

Skráðu þig í sopann

Þú færð áhugaverð og skemmtileg skilaboð til þín. Jafnframt látum við þig vita af tilboðum og nýjum vörum á VINOS.